Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rigning með köflum
Mánudagur 23. apríl 2007 kl. 09:59

Rigning með köflum

Klukkan 6 voru austan 10-16 m/s við suðurstöndina, en annars hægari austlæg átt. Rigning var víða sunnan- og vestanlands en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast á Kjalarnesi.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austan 8-15 m/s og rigning með köflum, hvassast við ströndina. Hægari í nótt, en suðaustan 10-18 og skúrir á morgun. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast í dag.

Yfirlit
Á Grænlandshafi er 990 mb minnkandi smálægð, en um 800 km SSV í hafi er vaxandi 970 mb lægð sem þokast N.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Vaxandi A-átt og léttskýjað norðaustanlands fram eftir degi, en annars 10-18 m/s og rigning með köflum, fyrst S- og V-til. Hægari vindur um mest allt land í nótt. Suðaustan 10-18 og skúrir á morgun, en 5-10 norðan- og austanlands og léttir til. Hiti 3 til 8 stig, en allt að 14 stigum í innsveitum yfir hádaginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024