Rigning með köflum
Suðlæg átt 3-8 m/s og skúrir við Faxaflóa. Suðaustan 5-10 í kvöld og rigning með köflum, en heldur hægari á morgun. Hiti 1 til 8 stig.?
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðlæg átt 3-8 m/s, austan 5-8 í nótt og á morgun. Rigning með köflum eða skúrir og hiti 2 til 7 stig.?
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:?Norðaustan 8-13 m/s, en hægari vindur A- og S-lands. Éljagangur á NV- og N-landi og hiti um frostmark, annars skúrir á stöku stað og hiti 1 til 6 stig. ?
Á mánudag:? Hæg NA-átt og stöku él með N-ströndinni, annars bjart á köflum. Hiti um og undir frostmarki. Vaxandi NA-átt seinnipartinn SA- og A-lands með slyddu og síðar rigningu. ?
Á þriðjudag og miðvikudag: Austlæg átt með rigningu og sums staðar slyddu til fjalla. Hiti víða 3 til 9 stig. ?
Á fimmtudag: Útlit fyrir suðvestanátt og með skúrum eða slydduéljum víða um land. Heldur kólnandi.?