Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning í kvöld, hiti 10 til 16 stig
Þriðjudagur 1. júlí 2008 kl. 08:06

Rigning í kvöld, hiti 10 til 16 stig

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurspá fyrir Faxaflóa: Norðaustan 8-13 m/s og skýjað með köflum, en víða 13-18 í kvöld með rigningu. Hiti 10 til 16 stig. Austan 8-13 í fyrramálið og rigning af og til, en minnkandi vindur seint á morgun.


Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Austan- og norðaustanátt, víða 10-15 m/s, en talsvert hægari vindur á austanverðu landinu. Súld eða rigning með köflum, einkum A-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast vestantil.

Á fimmtudag:
Austan 8-13 m/s og víða rigning eða súld sunnan- og austanlands, annars þurrt og bjart á köflum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðanlands.

Á föstudag:
Fremur hæg austan- og norðaustanátt. Víða skýjað fyrri part dags, en léttir síðan til sunnan- og vestanlands. Fremur hlýtt.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt. Skýjað úti við norður- og austurströndina, annars víða léttskýjað. Hiti 12 til 18 stig, en 20 til 25 stig suðvestanlands.