Rigning í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri átt, víða 8-13 m/s, en 10-15 norðvestantil. Rigning eða súld með köflum. Lægir heldur og styttir að mestu upp sunnan- og austanlands nálægt hádegi, en í öðrum landshlutum í kvöld. Austlæg átt, 5-10 á morgun, en 8-13 norðvestanlands og við suðausturströndina. Skýjað og súld eða rigning með köflum, en úrkomulítið norðvestantil. Hiti 3 til 14 stig, hlýjast sunnantil.