Rigning í dag
Klukkan 06 var sunnanátt, víða 13-18 m/s. Rigning eða súld um landið sunnan- og vestanvert, en annars skýjað og þurrt að kalla. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast á Sauðanesvita.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og rigning. Snýst í vestlæga átt, 5-10 kringum hádegi, en vaxandi S-átt í nótt, 13-20 á morgun. Hiti 4 til 9 stig.