Þriðjudagur 6. maí 2003 kl. 09:23
Rigning í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustanátt, víða 10-15 m/s, en 13-18 m/s suðvestantil á landinu. Lægir síðdegis og í kvöld. Rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið norðaustanlands. Suðlæg átt, 5-10 m/s á morgun, en hægari austantil. Skúrir eða él, en léttir til norðanlands. Hiti 0 til 8 stig.