Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning fram í vikuna
Laugardagur 23. ágúst 2008 kl. 10:35

Rigning fram í vikuna

Það verður suðlæg átt við Faxaflóann í dag, 5-10 m/s og rigning með köflum, en hægari og úrkomulítið í kvöld. Austlægari og stöku skúrir á morgun. Hiti 9 til 14 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á mánudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og rigning í öllum landshlutum, einkum þó N- og V-lands. Hiti 9 til 14 stig.

Á þriðjudag:
Suðvestanátt með rigningu eða skúrum, en léttir til NA-lands. Áfram milt veður.

Á miðvikudag:
Hæg suðaustlæg átt og skýjað, en hvessir með rigningu SV-lands um kvöldið. Milt veður.

Á fimmtudag og föstudag:

Útlit fyrir austlægar áttir með vætu, einkum sunnan- og vestanlands, en milt veður.