Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 9. janúar 2004 kl. 09:41

Rigning en hæglætisveður

Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun þar sem búist er við stormi (meira en 20 m/s) víða norðvestanlands síðdegis. Norðaustlæg átt, víða 13-18 m/s og slydda eða snjókoma með köflum norðvestanlands, en annars mun hægari og skúrir eða rigning í flestum landshlutum. Norðaustan 18-23 norðvestantil síðdegis. Lægir víða um land í kvöld. Suðlæg átt, yfirleitt 5-10 á morgun og dálítil úrkoma víðast hvar, en léttir heldur til á Norðurlandi. Hiti í kringum frostmark norðvestantil, annars 1 til 7 stiga hiti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024