Sunnudagur 9. nóvember 2003 kl. 11:25
Rigning eða þokusúld
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustanátt, víða 10-15 m/s og dálítil rigning eða þokusúld í dag, en mun hægari og bjartviðri á Norðurlandi. Dregur úr vindi í nótt og suðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum á morgun, en hvassari úti á annesjum. Hiti 5 til 11 stig er kemur fram á daginn.