Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning eða súld og hvessir
Föstudagur 21. janúar 2011 kl. 09:31

Rigning eða súld og hvessir

Sunnan og suðvestanátt, víða 8-15 m/s. Rigning eða súld með köflum, en yfirleitt þurrt NA- og A-lands. Hiti 2 til 10 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Faxaflói
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og rigning eða súld með köflum, en heldur hvassari síðdegis. Hiti 2 til 7 stig.

Höfuðborgarsvæðið
Sunnan og suðvestan 5-13 m/s og rigning eða súld með köflum. Hiti 2 til 7 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestan 5-13 m/s og rigning eða súld, en yfirleitt þurrt A-lands. Hiti 3 til 8 stig.

Á mánudag:
Suðvestan 5-10 m/s. Léttskýjað á NA- og A-landi, annars skýjað og dálítil væta. Hiti 0 til 7 stig, en í kringum frostmark NA-til.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðvestanátt og vætusamt, en úrkomulítið A-lands. Fremur hlýtt.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir vestlæga átt með skúrum eða éljum, þó síst A-lands.