Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning eða súld næstu daga
Þriðjudagur 14. júlí 2015 kl. 09:30

Rigning eða súld næstu daga

Léttir til þegar nær dregur helgi.

Veðurspáin næstu daga er á þann veg að hæg breytileg átt verður SV-til. Rigning eða súld. Úrkomulítið á vestanverðu landinu þegar kemur fram á daginn, en áfram væta eystra. Væta á norðanverðu landinu í kvöld. Hæg austlæg átt á morgun, skýjað að mestu en úrkomulítið víðast hvar. Hiti 10 til 15 stig, en heldur svalara á NA- og A-landi.

Á fimmtudag:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Norðaustan og austan 3-8 m/s. Skýjað en úrkomulítið fyrir norðan og austan, annars bjart með köflum en stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á SV- og V-landi. 

Á föstudag:

Norðan 3-8 m/s. Víða léttskýjað SV- og V-lands, hiti 12 til 18 stig. Skýjað og sums staðar smáskúrir á N- og A-landi, hiti 5 til 10 stig. 

Á laugardag:

Norðan 5-13 m/s. Bjartviðri S-lands, annars skýjað og rigning með köflum á N- og A-landi. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast sunnan heiða. 

Á sunnudag og mánudag:

Norðanátt og rigning á norðan- og austanverðu landinu, annars úrkomulítið. Áfram svalt í veðri.