Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning eða súld með köflum
Fimmtudagur 11. október 2012 kl. 09:18

Rigning eða súld með köflum

Suðaustan 5-10 og rigning eða súld með köflum, en austlægari með kvöldinu. Úrkomulítið í nótt og á morgun. Hiti 5 til 10 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 3-8 og rigning með köflum, en austan 3-8 og þurrt seint í kvöld. Líkur á smá vætu seint á morgun. Hiti 5 til 10 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Austan 8-15 m/s og rigning suðvestantil, en dálitlar skúrir suðaustanlands annars skýjað en léttir til vestantil þegar líður á daginn. Hiti 5 til 10 stig.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Austlæg átt, 5-10 m/s. Dálitlar skúrir með suður- og austurströndinni, annars skýjað með köflum en þurrt. Hiti 3 til 8 stig.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt með skúrum eða éljum um austanvert landið, en bjartviðri vestantil. Kólnandi veður.