Rigning eða súld með köflum
Suðaustan 8-13 m/s og rigning eða súld með köflum við Faxaflóa, en lægir í nótt. Suðvestan 8-13 og rigning á morgun, en slydda í uppsveitum. Hiti 5 til 10 stig, en kólnar á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 5-10 m/s og dálítil rigning með köflum, en suðvestan 10-13 á morgun. Hiti 6 til 10 stig í dag, en 1 til 6 á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestan 10-15 m/s og rigning S-lands, en dálítil slydda eða snjókomu fyrir norðan í fyrstu. Hiti 0 til 5 stig. Lægir síðdegis og léttir víða til og kólnar.
Á mánudag:
Fremur hæg suðlæg átt og stöku él S- og V-lands, en annars léttskýjað og vægt frost. Gengur í suðaustan slagviðri með hlýnandi veðri um kvöldið.
Á þriðjudag:
Suðaustanátt með rigningu, einkum S-lands. Hiti 4 til 10 stig.
Á miðvikudag:
Suðlæg átt og vætusamt, einkum S-til. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt með úrkomu í flestum landshlutum og kólnar smám saman.