Rigning eða súld í dag
Faxaflói
Suðaustan 3-8 m/s og skýjað og dálítil rigning eða súld, einkum við sjávarsíðuna. Suðaustan 5-10 og rigning á morgun. Hiti 10 til 16 stig.
Spá gerð: 07.08.2007 06:27. Gildir til: 08.08.2007 18:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg átt, 3-10 m/s, hvassast syðst. Skýjað og þurrt að mestu norðaustanlands, en annars súld eða rigning með köflum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins.
Á laugardag:
Breytileg átt, 3-8 m/s eða hafgola og víða súld eða skúrir, en þurrt að mestu austanlands. og víða bjart, einkum sunnantil.
Áfram milt í veðri, en fremur svalt við N-ströndina.
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt með vætu norðan- og austantil, en þurrt á Vesturlandi. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 07.08.2007 08:16. Gildir til: 14.08.2007 12:00.
www.vedur.is