Rigning eða súld á morgun
Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóann gerir ráð fyrir austanátt 8-13 m/s, en hægari í uppsveitum. Skýjað og sums staðar smáskúrir, en rigning eða súld með köflum eftir hádegi á morgun. Hiti 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag og föstudag:
Hæg austlæg átt og rigning með köflum sunnantil en þurrt að kalla norðantil. Hiti víða 5 til 10 stig.
Á laugardag:
Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og skúrir sunnantil, en áfram þurrt að mestu norðantil. Kólnar nokkuð norðaustanlands, en áfram fremur milt sunnan- og vestantil.
Á sunnudag:
Snýst til norðlægrar áttar með skúrum en síðan éljum eða snjókomu, einkum norðantil og kólnandi veðri.
Á mánudag:
Lítur út fyrir ákveðna norðanátt, með snjókomu eða éljum, en þurrt að mestu suðvestantil. Frost víða 0 til 5 stig.