Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rigning eða súld
Mánudagur 30. ágúst 2010 kl. 08:18

Rigning eða súld


Reikna má með skýjuðu veðri og einhverri vætu næstu daga við Faxaflóann. Veðurspá dagsins gerir ráð fyrir hægri suðvestlægri átt og skýjuðu en þurru að mestu. Snýst í suðaustan 3-8 m/s í nótt með súld, en hvessir heldur á morgun og rigning eða súld með köflum. Hiti 10 til 15 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Hæg suðvestlæg átt og skýjað en þurrt að mestu. Snýst í suðaustan 3-8 m/s í nótt með súld, en hvessir heldur á morgun og rigning eða súld með köflum. Hiti 10 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum S- og V-lands, en annars staðar hægari vindur og skýjað að mestu en þurrt. Hiti 10 til 16 stig.

Á miðvikudag:
Suðaustan 8-13 við SV-ströndina, en annars hægari. Bjartviðri á N-verðu landinu, en skýjað S-til og dálítil væta syðst á landinu. Hiti 12 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á fimmtudag:
Stíf suðaustanátt með dálítilli vætu S- og V-lands, en hægari vindur á N- og A-landi og bjart þar. Hiti 13 til 20 stig, hlýjast á N- og A-landi.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir áframhaldandi suðaustanátt og bjartviðri á N- og A-landi, en annars staðar skýjað og úrkomulítið. Áfram hlýtt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024