Rigning eða súld
Veðurspáin gerir ráð fyrir austan og norðaustan 8-13 m/s og rigning eða súld, en víða hvassara við ströndina. Suðaustan 5-10 og dálítil súld seint í nótt og á morgun. Hiti 7 til 12 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag:
Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og rigning eða súld, en úrkomuminna norðaustantil. Hiti 3 til 10 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Suðaustlæg átt, yfirleitt fremur hæg. Súld eða dálítil rigning með köflum, en úrkomulítið um landið norðanvert. Heldur hlýnandi veður.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðlæg átt, vætusamt og milt í veðri.