Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rigning eða súld
Föstudagur 18. ágúst 2006 kl. 08:57

Rigning eða súld

Á Garðskagavita voru sunnan fjórir  klukkan átta í morgun og 12 stiga hiti
Klukkan 6 í morgun var hæg suðvestlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað austantil á landinu, en skýjað vestantil. Hiti 4 til 12 stig.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðlæg átt, 3-8 m/s, skýjað og þokusúld við ströndina. Suðaustan 8-10 og rigning eða súld á morgun. Hiti 10 til 15 stig.


Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hæg suðlæg eða breytileg átt í dag. Skýjað vestantil á landinu og þokusúld við ströndina, en víða léttskýjað austantil. Suðaustan 5-10 m/s og súld eða rigning með köflum vestantil á morgun, en áfram víða bjart veður fyrir austan. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á N- og A-landi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024