Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rigning eða slydda út vikuna
Þriðjudagur 17. febrúar 2009 kl. 08:21

Rigning eða slydda út vikuna



Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir vaxandi sunnanátt og fer að rigna, 10-18 m/s undir hádegi. Heldur hvassari og úrkomuminna í kvöld. Hiti 3 til 8 stig. Suðvestan 8-13 á morgun, dálítil slydduél og kólnandi veður.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Suðlæg átt, 8-13 m/s. Skúrir og síðar él sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Hægt kólnandi veður.

Á fimmtudag:
Stíf suðvestanátt og dálítil él um landið vestanvert, en hægari vindur og léttskýjað austanlands. Hiti í kringum frostmark.

Á föstudag:
Suðaustlæg átt, rigning eða slydda og hiti 0 til 6 stig, en úrkomulítið um landið norðaustanvert og hiti um frostmark.

Á laugardag:
Útlit fyrir allhvassa norðanátt vestantil á landinu, annars hægari með snjókomu eða éljagangi. Kólnandi veður.

Á sunnudag og mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt með ofankomu. Hiti um frostmark.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024