Rigning eða slydda með köflum
Suðaustan eða breytileg átt, 3-8 m/s, rigning eða slydda með köflum. Sunnan 5-10 m/s á morgun og él. Hvessir heldur síðdegis. Hiti 0 til 5 stig í dag en kólnar heldur til morguns.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg breytileg átt, úrkomulítið, en stöku slydduél eftir hádegi. Sunnan 3-8 m/s á morgun og él. Hiti 1 til 4 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðaustan 13-18 m/s og rigning S- og V-til og síðar slydda eða snjókoma, en mun hægara og bjartviðri NA-til. Lægir heldur og rofar til undir kvöld, en hvessir og fer að snjóa NA-til. Hiti 0 til 5 stig S- og V-lands, en frost annars 1 til 10 stig, kaldast á NA-landi.
Á fimmtudag:
Austan og norðaustan 10-15 m/s og snjókoma á A-landi og með N-ströndinni, en hægari og léttir til undir kvöld. Annars norðaustan 5-10 og stöku él. Frost 1 til 12 stig, mest í innsveitum.
Á föstudag:
Hægir vindar og bjart framan af degi, en gengur í ákveðna suðaustanátt með snjókomu eða slyddu S- og V-til um kvöldið. Hlýnar heldur SV-til, en annars áfram talsvert frost.
Á laugardag:
Norðaustanátt með éljum N-til og snjókomu SA-til, en annars bjartviðri. Fremur kalt í veðri.
Á sunnudag:
Hæg norðlæg átt og víða léttskýjað, en dálítil él NA-til. Áfram talsvert frost.