Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning, rigning, rigning
Mánudagur 11. júlí 2005 kl. 10:04

Rigning, rigning, rigning

Í morgun kl. 06 var hæg breytileg átt, en suðvestan 10-15 m/s við suðausturströndina. Rigning víða um land og hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Neskaupsstað.
Yfirlit: Yfir norðaustanverðu landinu er 1005 mb lægð sem fer norðaustur, en dálítið lægðardrag nálgast landið úr vestri. Víðáttumikil 1035 mb hæð er yfir Bretlandseyjum.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Suðvestan 10-18 m/s suðaustantil fram eftir degi, annars mun hægari vindur. Rigning eða súld, en úrkomulítið austanlands síðdegis. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austfjörðum. Suðvestan 5-13 og smáskúrir á morgun, en bjartviðri austanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Vestlæg átt 3-10 m/s og rigning eða súld, en úrkomulítið í nótt. Hiti 10 til 13 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024