Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ríflega 1000 undirskriftir vegna skurðstofu á sólarhring
Föstudagur 18. mars 2005 kl. 15:27

Ríflega 1000 undirskriftir vegna skurðstofu á sólarhring

Vel á annað þúsund manns hafa þegar ritað nafn sitt á undirskriftalista undir fyrirsögninni Vilt þú búa við öryggi? Þar sem undirritaðir vilja búa við öryggi, hvað varðar sólarhringsopnun skurðstofunnar við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Það eru hjónin Einar Hafsteinn Árnason og Karen Hilmarsdóttir sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni, sem hefur staðið frá því í gær.
Á undirskriftalistanum stendur jafnframt: „Við, Einar Hafsteinn Árnason og Karen Hilmarsdóttir munum berjast fyrir því að okkur verði veitt það öryggi sem þarf á að halda til að hafa skurðstofuna opna, svo ekki þurfi að koma upp mál eins og við lentum í þann 21. janúar sl. þegar við misstum litlu dóttur okkar. Þegar lífið liggur við þá er ansi langt aðfara Reykjanesbrautina til að sækja bráðaþjónustu og því óskum við eftir stuðningi bæjarbúa með undirskriftum“.
Einar sagði í samtali við Víkurfréttir fyrir stundu að undirskriftir söfnuðust hratt. Þannig væru þær um þúsund eftir gærdaginn og skiptu orðið hundruðum í dag. Þannig hafi Karen safnað um 200 undirskriftum í verslun Bónus á Fitjum á einni klukkustund í dag.
Undirskriftalistana má nálgast á bensínstöðvum og í matvöruverslunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024