Riffilskot við Keflavíkurflugvöll og notuð sprauta
				Húsráðandi í Reykjanesbæ kom með notaða sprautu á lögreglustöðina
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Húsráðandi í Reykjanesbæ kom með notaða sprautu á lögreglustöðina, sem hann kvaðst hafa fundið í garðinum hjá sér. Annar einstaklingur kom með átta riffilskot sem hann sagðist hafa fundið á svæðinu við Keflavíkurflugvöll. Hann sagðist hafa svipast um eftir fleiri skotum en engin fundið.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				