Rífandi gangur í menningunni
Menningarráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að úthluta öllu því fé sem það hlaut úr manngildissjóði þetta árið til starfandi menningarhópa í bæjarfélaginu. Um er að ræða 4,4 milljónir króna sem renna til alls 17 menningarhópa sem notið hafa stuðnings bæjarfélagsins undanfarin ár við að halda uppi starfsemi sinni og er það vel.
Það er augljóst að hér væri dauflegra um að litast ef ekki nyti við kóranna, leikfélagsins, myndlistarfélagsins og harmonikkuunnendanna svo einhverjir séu nefndir. Allir Þessir 17 hópar setja mark sitt á bæjarbraginn og draga hvergi af sér við að koma fram við hinar ýmsu uppákomur og hátíðarhöld í bænum og því ekkert nema gleðilegt að hægt sé að styðja við bakið á þeirri frábæru starfsemi sem þeir standa fyrir, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.