Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rífa eða flytja hús og gera aðstöðu fyrir ferðamenn
Miðvikudagur 2. maí 2012 kl. 11:54

Rífa eða flytja hús og gera aðstöðu fyrir ferðamenn



Bæjarráð Garðs leggur til að að húsið Móar að Skagabraut 25, sem er í eigu sveitarfélagsins, verði rifið eða flutt af grunni ef það þolir slíkan flutning.

Þá er lagt til í tengslum við lagningu göngustígs frá Nýjalandi að Garðhúsavík verði gert staldur og aðstaða fyrir ferðamenn og bíla á lóðinni við Skagabraut 25 og sett upp söguskilti um Skagagarðinn sem nú þegar er til á staðinn.

Við hönnun á göngustígnum var gert ráð fyrir að þessi framkvæmd færi saman við gerð göngustígsins. Bæjarstjórn verði falið að sækja um leyfi til niðurrifs eða flutning. Áætlaður kostnaður liggur fyrir þegar ljóst verður hvað gert verður við húsið, segir í fundargerð bæjarráðs sem var samþykkt samhljóða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024