Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reynum að ná til flestra innflytjenda
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 20. apríl 2020 kl. 09:39

Reynum að ná til flestra innflytjenda

segir Hilma H. Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála

„Reykjanesbær hefur lagt sig fram um að setja upplýsingar og fréttir fram með skýrum hætti sem ná til sem flestra íbúa. Við þýðum upplýsingaefni okkar á ensku og pólsku og reynum þannig að ná til sem flestra,“ segir Hilma H. Sigurðardóttir, Verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ.

Hilma segir að fólk af erlendum uppruna eigi oft erfiðara með að nálgast upplýsingar en aðrir og því reynir enn frekar á þetta hjá þeim.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við þurfum öll að standa saman í þessu og upplýsa þá sem standa okkur næst. Nú skipta persónulegu tengslin enn meira máli en vanalega því þannig fá flestir fréttir og upplýsingar um það sem máli skiptir. Nágrannar, atvinnurekendur, samstarfsfólk og vinir – Stöndum saman. Hugum að velferð fólksins í kringum okkur, höfum augun opin og sýnum náungakærleik í verki.

Við erum öll almannavarnir

Við erum öll barnavernd,“ segir Hilma Hólmfríður.