Reynt að rétta Guðrúnu af
Kafað verður niður fjölveiðiskipinu Guðrúnu Gísladóttur þar sem það liggur á sjávarbotni Lófót í Noregi nú fyrir hádegið. Rétta þarf skipið af á hafsbotni áður en hafist verður handa við að lyfta því og eiga kafararnir að koma fyrir búnaði til að rétta skipið af. Vel hefur viðrað á björgunarmenn að undanförnu og veðurútlit er gott þannig að þeir eru bjartsýnir á að björgunaraðgerðir beri árangur á næstu dögum, segir á ruv.is.