Reynt að koma í veg fyrir ónæði
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ leita nú leiða til að koma í veg fyrir ónæði sem íbúar við Túngötu hafa ítrekað kvartað yfir vegna umferðar og hávaða frá Hafnargötu. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi í gær og var bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
Sú tilhneiging hefur verið ríkjandi hjá Hafnargöturúnturum að staldra við á planinu við Nýung, sem í dag virðist vera einskonar „Hallærisplan“ bæjarins. Hefur það haft mikið ónæði í för með sér fyrir íbúa í nærliggjandi húsum.
Mynd: Loftmynd af umræddu plani sem er vinsæll áningarstaður Hafnargöturúntara. Eins og sjá má eru húsin á Túngötunni aðeins steinsnar frá en íbúum þar hefur á stundum ekki orðið svefnsamt fyrir ónæði.