Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reynt að hafa fé af fólki í nafni Þroskahjálpar
Laugardagur 16. október 2010 kl. 17:36

Reynt að hafa fé af fólki í nafni Þroskahjálpar

Svo virðist sem einhverjir séu að nota nafn Þroskahjálpar á Suðurnesjum til að hafa fé af fólki. Spurst hefur til ungmenna sem ganga milli húsa í Reykjanesbæ, banka upp á og segjast vera að safna fé til styrktar Þroskahjálp. Forsvarsmenn Þroskahjálpar á Suðurnesjum kannast hins vegar ekki við neina slíka söfnun á vegum samtakanna.  Slík söfnun hefur hvorki verið tilkynnt  né auglýst og má því gera ráð fyrir að þarna sé maðkur í mysunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024