Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reynt að dæla olíu úr skipinu á strandstað
Þriðjudagur 18. júní 2002 kl. 16:35

Reynt að dæla olíu úr skipinu á strandstað

Í samtali við InterSeafood.com segir Ásbjörn Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Festi hf, að verið sé að meta aðstæður á strandstað Guðrúnar Gísladóttur KE. Rifa sé á skipinu framanverðu en strandgæsluskipið Tromsö er á leiðinni á slysstaðinn og er það væntanlegt eftir fjóra til fimm tíma eða um kl. 16 til 17 að íslenskum tíma.Verður reynt að ná olíu úr tönkum skipsins ef talin er hætta á að hún leki í sjóinn. Eftir á að koma í ljós hvort hægt verður að draga Guðrúnu Gísladóttur KE af strandstaðnum, segir í frétt Interseafood.com
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024