Reynt að brjótast inn á gamla konu í Keflavík
Skömmu fyrir miðnætti að kvöldi skírdags var óskað eftir lögreglu að húsi í Keflavík, þar sem húsráðandi, gömul kona, varð vör við að einhverjir menn voru að reyna að opna hjá henni útihurð sem snýr út í garð. Þegar lögreglumenn komu á staðinn voru mennirnir farnir. Skemmdir urðu á gluggapósti.Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki.