Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reynslubolti ráðin til að stýra breytingum á Hljómahöll
Fimmtudagur 11. apríl 2024 kl. 15:28

Reynslubolti ráðin til að stýra breytingum á Hljómahöll

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hefur verið ráðin til að stýra verkefnahópi sem mun vinna að nýju skipulagi á starfsemi Hljómahallar. Eins og áður hefur verið greint frá mun Hljómahöll frá næstu áramótum hýsa bókasafn sveitarfélagsins ásamt Tónlistarskólanum, Rokksafninu og Stapa sem þar eru fyrir.

Ingibjörg er reynslubolti þegar kemur að menningartengdri starfsemi og verkefnastjórn en hún starfar í dag sem stjórnarformaður Hörpu og var á árunum 2009–2014 framkvæmdastjóri Hofs menningarhúss Akureyrar. Þá hefur hún jafnframt reynslu á sviði mennta- og mannauðsmála auk annarra starfa. „Það er því mikill fengur að fá Ingibjörgu til liðs við okkur við að móta starfsemi stærsta menningarhúss sveitarfélagsins og finna leiðir til flétta starfsemi bókasafnsins saman við tónlistarskólann, Rokksafnið og Stapa,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 „Það hefur sannarlega verið afar metnaðarfull uppbygging í Reykjanesbæ á sviði menningarmála síðustu ár eins stofnanir sveitarfélagsins bera glöggt vitni. Framundan eru breytingar á stofnunum þar sem áfram verður unnið að metnaði og  framtíðarsýn þeirra. Hér starfar fagfólk með mikla ástríðu og reynslu og það er enginn vafi á því að farsæl lausn mun finnast í þessu máli þó auðvitað muni reyna á einhverjar málamiðlanir og þétt samstarf.  Þessum breytingum munu líka fylgja nýjar hugmyndir og tækifæri og ég hlakka til að vinna þetta með öflugum teymi hér í Reykjanesbæ.“

Ingibjörg hefur þegar hafið störf og mun leiða þá vinnu sem er framundan með forsvarsmönnum fyrrgreindra stofnanna.