Reyndu að smygla tæpum fjórum kílóum af amfetamíni til landsins
Karl og kona á þrítugsaldri voru handtekin í Leifsstöð við komuna frá París á föstudag, eftir að um það bil fjögur kíló af mjög hreinu amfetamíni fundust í farangri þeirra.
Að sögn Morgunblaðsins nemur smásöluverð efnisins á bilinu 40 til 60 milljónum króna og var fólkið úrskurðað í allt að tveggja vikna gæsluvarðhald á laugardag.
Fólkið er íslenskt og er þetta eitt stærsta fíkniefnamál, sem upp hefur komið í Leifsstöð til þessa. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur fengið málið til rannsóknar.
Að sögn Morgunblaðsins nemur smásöluverð efnisins á bilinu 40 til 60 milljónum króna og var fólkið úrskurðað í allt að tveggja vikna gæsluvarðhald á laugardag.
Fólkið er íslenskt og er þetta eitt stærsta fíkniefnamál, sem upp hefur komið í Leifsstöð til þessa. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur fengið málið til rannsóknar.