Reyndu að kveikja í fjölbýlishúsi
Nokkrir unglingar gerðu tilraun til að kveikja í á þremur stöðum í fjölbýlishúsi á gamla varnarsvæðinu í nótt.
Þeir ætluðu að kveikja í sófum, sem voru í sameign í tveimur stigagöngum, en íbúi kallaði á lögreglu sem stöðvaði leikinn. Unglingarnir náðust og voru sóttir af foreldrum á lögreglustöðina. Barnaverndaryfirvöldum var gert viðvart.
www.visir.is greinir frá þessu.