Reyndu að handsama kríuunga
Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um fólk sem var að handsama kríuunga við bæinn Ásgarð í Sandgerði. Þar uppi eru skilti þar sem segir að eggjataka sé bönnuð á landinu, en mikið kríuvarp er í nágrenni bæjarins. Grunur leikur á hver þarna hafi verið að verki.
Myndin: Kría á flugi. VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.