Reyndu að brjótast inn til konu
Um sjöleytið í morgun reyndu tveir menn að brjótast inn í íbúð konu á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi í Keflavík að sögn lögreglunnar í Keflavík. Konan vaknaði við að mennirnir voru að reyna að brjótast inn í íbúðina og hringdi í lögregluna. Þegar lögregla kom á staðinn voru mennirnir farnir á brott. Tveir menn eru grunaðir um verknaðinn, en lögreglan hafði afskipti af öðrum mannanna sem grunaður er skömmu síðar. Konan þekkti mennina ekki og lögregla telur að þeir hafi verið ölvaðir þegar þeir reyndu að brjótast inn til konunnar.