Reyndi að stinga lögregluna af á Reykjanesbraut
Eldsnemma í gærmorgun mældu lögreglumenn bifreið á 106 km hraða á Reykjanesbraut móts við Grindavíkurveg en hámarkshraði þar er 70 km. Ökumaðurinn, sem lögreglumenn þekktu fyrir að vera sviptan ökuleyfi, sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók áfram áleiðis til Reykjavíkur. Ökumaðurinn jók hraðann lítið eitt og þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglunnar í Hafnarfirði til að stöðva bifreiðina. Það tókst rétt við Straumsvík. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.