Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reyndi að stinga lögreglu af eftir bílveltu
Fimmtudagur 9. mars 2006 kl. 09:47

Reyndi að stinga lögreglu af eftir bílveltu

Tvennt slapp lítið meitt úr bílveltu á Garðvegi ofan Leiru í gærkveldi. Jeppabifreið sem þau voru á fór útaf veginum og valt aftur uppá hann en svo vel vildi til að lítil umferð var á móti. Nokkrar tafir urðu á umferð á meðan bifreiðin var fjarlægð.

Báðir aðilar eru grunaðir um ölvun en þegar lögregla kom á vettvang var farþegi kominn út úr bílnum og ökumaðurinn á bak og burt. Vitni sem komu á vettvang á undan lögreglu höfðu þó séð til hans þar sem hann hljóp niður á golfvöll í Leiru og hafði lögregla uppi á honum eftir stutta eftirgrennslan.

Bifreiðin er gerónýt og fór því betur en á horfðist fyrir þá sem í henni voru, en báðir aðilar fengu að gista fangageymslur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024