Reyndi að stinga lögreglu af á óskráðu hjóli
Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gær afskipti af unglingi sem þeysti um á vélhjóli innan bæjarmarka í Garði. Hann var undir aldri og því réttindlaus auk þess sem hjólið var óskráð og ótryggt.
Ökumaður hafði tekið hjólið traustataki fyrr um kvöldið og er lögregla hugðist hfa afskipti af honum reyndi hann að stinga af. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu vegna þess að lögreglan náði honum skjótt, gerði hjólið upptækt og hafði samband við foreldra drengsins.
VF-mynd/Þorgils - Lögregla á vettvangi í Garði í gær