Reyndi að stinga lögreglu af á 212 km. hraða
Ökumaður á bifhjóli reyndi að stinga lögregluna af eftir að hafa verið mældur á 212 km. hraða á Reykjanesbraut í gær. Afstungan tókst ekki og var ökumaðurinn stöðvaður á móts við Kaffitár í Innri Njarðvík. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöðina í Keflavík þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgðar. Ökumenn sem urðu vitni af eftirför lögreglu frá Vogaafleggjara og að Njarðvík eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.
Fjórir voru teknir fyrir of hraðan akstur í gær og einn í nótt. Hann var stöðvaður á Grindavíkurvegi á 121 km. hraða þar sem hámarkshraðinn er 90 km.klst.