Reyndi að stela tölvu í flugstöðinni
Maður gekk inn í verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni og hafði á brott með sér tölvu. Hann fór inn á salerni flugstöðvarinnar og tók tölvuna úr umbúðum, þegar öryggisvörður fann tóman kassa utan af henni uppgötvaðist þjófnaðurinn. Á myndum úr öryggismyndavél sást maðurinn taka tölvuna ófrjálsri hendi.
Lögreglan á Suðurnesjum fékk einnig tilkynningu um hnupl úr verslun í Reykjanesbæ en þar hafði einstaklingur sett varning í bakpoka og ætlaði sér út úr versluninni með þýfið. Lögreglan handtók einstaklinginn og færði hann á lögreglustöð.