Reyndi að stela kjúklingaleggjum
Starfsmenn verslunar á Suðurnesjum urðu varir við erlendan mann sem hafði tekið vörur úr búðinni og sett í bakpokann sinn án þess að greiða fyrir þær. Þegar lögreglan af Suðurnesjum ræddi við manninn reyndust verðmætin vera á tólfta þúsund krónur en varningurinn sem hann tók ófrjálsri hendi var meðal annars nestisbox, kjúklingaleggir, hnífur og brýni.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				