Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reyndi að spilla fyrir rannsókn og hafði einn aðgang að bílnum
Föstudagur 11. janúar 2008 kl. 11:15

Reyndi að spilla fyrir rannsókn og hafði einn aðgang að bílnum

Pólski karlmaðurinn sem er í farbanni vegna rannsóknar á umferðarslysi á Vesturgötu í Keflavík í lok nóvember í fyrra, þar sem ungur drengur lést, hafði einn aðgang að bílnum sem valdur varð að slysinu.

Lögreglan á Suðurnesjum telur að maðurinn hafi jafnframt reynt að villa um fyrir lögreglu við rannsókn málsins. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að maðurinn sæti farbanni til janúarloka.

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að mikils ósamræmis hafi gætt í framburði mannsins og að hann hafi orðið margsaga um það hvar hann hafi verið staddur þegar drengurinn varð fyrir bílnum. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Tæknirannsóknir benda eindregið til þess að bíl hins grunaða hafi verið ekið á drenginn og hinn grunaði einn hafi á þeim tíma haft aðgang að bílnum.

Brot það sem maðurinn er grunaður um varðar allt að átta ára fangelsi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024