Reyndi að smygla þremur kílóum af kókaíni
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu þrjú kíló af kókaíni í farangri manns á þrítugsaldri við komu hans til landsins í síðustu viku. Hann var að koma frá Kaupmannahöfn.
Þetta er mesta magn kókaíns sem lögregla hefur lagt hald á í einu lagi. Söluverðmæti efnisins er talið liggja á bilinu 45 til 145 milljónum, allt eftir hreinleika þess.
Maðurinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Hann mun ekki áður hafa komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnabrota.
Mynd úr safni/Kókaín