Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reyndi að smygla fölsuðum iPod
Fimmtudagur 22. júní 2006 kl. 17:47

Reyndi að smygla fölsuðum iPod

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli gerði í vikunni upptækt nokkurt magn falsaðra iPod spilara. Sendingin var á leið frá Kína til verslunnar einnar í Reykjavík.

Um er að ræða iPod nano en vandað hefur verið til verka við fölsunina, því hinir fölsuðu spilarar eru því sem næst nákvæmlega eins og þeir raunverulegu. Helsti munurinn er sá að um er að ræða óvandaðan mp3 spilara með kínversku viðmóti.

Apple IMC á Íslandi vill beina því til kaupenda að kaupa einungis vörur merktar Apple hjá viðurkenndum söluaðilum, hérlendis og erlendis.

 

Frá þessu er greintr á www.visir.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024