Reyndi að smygla 800 grömmum af amfetamíni
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar smygltilraun á 800 grömmum af amfetamíni til landsins. Karlmaður á fertugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að hann var tekinn með efnið í Leifsstöð fyrir nokkrum dögum. Hann er af erlendu bergi brotinn og var að koma frá Kaupmannahöfn.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum tók við rannsókn málsins, sem stendur enn yfir. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðahald til 1. desember 2010. Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og verst lögreglan frekari frétta af málinu að svo stöddu.