Reyndi að kasta fíkniefnum út úr bifreið
Nokkrir ökumenn hafa verið teknir úr umferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum vegna gruns um að þeir ækju ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna. Tveir þessarra ökumanna reyndust hafa fíkniefni undir höndum. Annar reyndi að kasta þeim út úr bifreiðinni og í bifreið hins fundust fimm pokar með kannabisefnum.
Þá reyndust tveir ökumenn til viðbótar, sem grunaðir voru um ölvunarakstur, aka sviptir ökuréttindum.