Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reyna björgun á miðnætti
Lára Magg ÍS liggur nú á hliðinni í höfninni í Njarðvík. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 26. október 2015 kl. 15:37

Reyna björgun á miðnætti

– Lára Magg ÍS sökk í Njarðvíkurhöfn í síðustu viku

Reynt verður að koma Láru Magg ÍS 86 á flot á miðnætti í kvöld eða í fyrramálið. Báturinn sökk í höfninni í Njarðvík í síðustu viku.

Það er Köfunarþjónusta Sigurðar Stefánssonar sem hefur það verkefni að bjarga bátnum úr höfninni. Lára Magg ÍS hefur legið við festar í Njarðvíkurhöfn mánuðum saman en sjálfvirk dæla hafði séð um að dæla úr skipinu og halda því á floti. Þegar dælan hætti að virka sökk báturinn á skömmum tíma.

Sigurður sagði í samtali við Víkurfréttir að báturinn verði réttur við á lágflóði í kvöld og svo verði reynt að dæla úr honum og láta hann fljóta upp. Takist það ekki verður notast við krana til að lyfta bátnum.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024