HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Reyna að ná Sölku úr Sandgerðishöfn í dag
Mánudagur 24. október 2011 kl. 11:43

Reyna að ná Sölku úr Sandgerðishöfn í dag

Reynt verður að ná Sölku GK 97 af botni Sandgerðishafnar í dag. Salka sökk á skammri stundu eftir að Rán GK sigldi á hana við bryggju í gær. Rán var að koma úr róðri

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Salka er 30 tonna eikarbátur og standa möstrin ein upp úr sjónum. Salka var mannlaus þegar Rán sigldi á hana en engan sakaði um borð í Rán.

Visir.is segir að þegar lögregla kom á vettvang hafði skipstjórinn á Rán stungið af, en hann fannst í gærkvöldi og verður yfirheyrður í dag.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi í morgun. Þá voru björgunaraðgerðir ekki hafnar. VF-myndir: Hilmar Bragi

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025