Reyna að ná Sölku úr Sandgerðishöfn í dag
Reynt verður að ná Sölku GK 97 af botni Sandgerðishafnar í dag. Salka sökk á skammri stundu eftir að Rán GK sigldi á hana við bryggju í gær. Rán var að koma úr róðri
Salka er 30 tonna eikarbátur og standa möstrin ein upp úr sjónum. Salka var mannlaus þegar Rán sigldi á hana en engan sakaði um borð í Rán.
Visir.is segir að þegar lögregla kom á vettvang hafði skipstjórinn á Rán stungið af, en hann fannst í gærkvöldi og verður yfirheyrður í dag.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi í morgun. Þá voru björgunaraðgerðir ekki hafnar. VF-myndir: Hilmar Bragi