Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykur í íbúð frá potti á eldavélinni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 1. maí 2022 kl. 11:56

Reykur í íbúð frá potti á eldavélinni

Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja hjálpuðu þremur einstaklingum út úr íbúð þar sem kraumaði reykur frá potti sem hafði gleymst á eldavél í íbúð í fjölbýlishúsi á Ásbrú í morgun klukkan korter yfir sex.

Reykkafarar fóru inn og fundu pott sem gleymst hafði á eldavél og fóru með hann út. Fólkinu var svo hjálpað við að komast út og íbúðin var reykræst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig var töluverður erill í sjúkraflutningum sl sólarhring.